Dagur íslenskrar tungu

Í dag, 16. nóvember, minnumst við fæðingardags Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu. Í skólanum er hefð fyrir því að brjóta upp hversdagsleikann á þessum degi og njóta þess að nýta tungumálið okkar á fjölbreyttan hátt.  Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk og litla upplestrarkeppnin í 4. bekk voru settar á sal skólans við hátíðlega athöfn. Síðan tekur við æfingatímabil sem lýkur með lokakeppni í vor. Hér má sjá myndir frá setningunni.
Í dag, 16. nóvember, minnumst við fæðingardags Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu. Í skólanum er hefð fyrir því að brjóta upp hversdagsleikann á þessum degi og njóta þess að nýta tungumálið okkar á fjölbreyttan hátt. 


Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk og litla upplestrarkeppnin í 4. bekk voru settar á sal skólans við hátíðlega athöfn. Síðan tekur við æfingatímabil sem lýkur með lokakeppni í vor. Hér má sjá myndir frá setningunni.

Á unglingastigi tóku kennarar sig saman með keppninni "spurningafjör". Settir voru saman 23 hópar þvert á bekki og spurningum sem tengjast á einhvern hátt íslenskri tungu var varpað á tjald í matsal skólans. Meðlimir hópanna kepptust síðan um að svara sem flestum spurningum.


Nemendur í 4. bekk fóru í heimsókn á leikskóla og lásu þar fyrir leikskólabörn. Yngsta stigið endar svo daginn á því að syngja saman, að sjálfsögðu íslensk lög, undir stjórn og undirleik Ívars Helgasonar. Hér eru myndir af söngstundinni.