Akureyri
Í dag 16. september er dagur íslenskar náttúru.
Í Síðuskóla var dagurinn haldinn hátíðlegur, allir nemendur skólans nutu náttúrunnar á einhvern hátt og
hefðbundið skólastarf var sett til hliðar. Hver árgangur fór á ákveðinn stað í bæjarlandinu eins og undanfarin
ár.
1. bekkur fór í Sílabás og nemendur 2. bekkjar gengu í trjálundinn milli Skarðshlíðar og Seljahlíðar og dvöldu þar
við leik og nám. Nemendur 3. bekkjar fóru í Krossanesborgir og 4. bekkur í Naustaborgir. Krakkarnir í 5. bekk heimsóttu gömlu
gróðrarstöðina í innbænum. Kennarar og nemendur 6. bekkjar gengu niður með Gleránni og 7. bekkur gekk svokallaðan fræðslustíg
frá Háskólanum á Akureyri, suður á Brekku og fékk á leiðinni ýmsa fræðslu og leysti verkefni. Krakkarnir í 8. bekk
fóru inn í Innbæ þar sem kennarar voru búnir að undirbúa spjaldtölvu og snjallsímavænan ratleik. 9. bekkingar heimsóttu
endurvinnsluna á Hlíðarvöllum og gengu Lögmannshlíðarhring á eftir og 10. bekkingar gengu á Súlur.
Eins og fyrri daginn þegar við í Síðuskóla ákveðum að bregða okkur út lék veðrið við okkur en það hefur
auðvitað mikið um það að segja hvernig svona dagar lukkast. Síðast en ekki síst má nefna að leitin að
Náttúrufræðingi Síðuskóla árið 2014 fór fram í morgun þar sem nemendur í 2. bekk og eldri spreyttu sig í
því að bera kennsl á fugla, plöntur og íslenskt landslag. Úrslit verða tilkynnt á fimmtudagsmorguninn þar sem stigahæsti nemandinn er
Náttúrfræðingur Síðuskóla 2014 en einnig eru veittar viðurkenningar fyrir góða frammistöðu eftir stigum.
Teknar eru myndir í ferðunum og má sjá þær hér.
Í dag 16. september er dagur íslenskar náttúru.
Í Síðuskóla var dagurinn haldinn hátíðlegur, allir nemendur skólans nutu náttúrunnar á einhvern hátt og
hefðbundið skólastarf var sett til hliðar. Hver árgangur fór á ákveðinn stað í bæjarlandinu eins og undanfarin
ár.
1. bekkur fór í Sílabás og nemendur 2. bekkjar gengu í trjálundinn milli Skarðshlíðar og Seljahlíðar og dvöldu þar
við leik og nám. Nemendur 3. bekkjar fóru í Krossanesborgir og 4. bekkur í Naustaborgir. Krakkarnir í 5. bekk heimsóttu gömlu
gróðrarstöðina í innbænum. Kennarar og nemendur 6. bekkjar gengu niður með Gleránni og 7. bekkur gekk svokallaðan fræðslustíg
frá Háskólanum á Akureyri, suður á Brekku og fékk á leiðinni ýmsa fræðslu og leysti verkefni. Krakkarnir í 8. bekk
fóru inn í Innbæ þar sem kennarar voru búnir að undirbúa spjaldtölvu og snjallsímavænan ratleik. 9. bekkingar heimsóttu
endurvinnsluna á Hlíðarvöllum og gengu Lögmannshlíðarhring á eftir og 10. bekkingar gengu á Súlur.
Eins og fyrri daginn þegar við í Síðuskóla ákveðum að bregða okkur út lék veðrið við okkur en það hefur
auðvitað mikið um það að segja hvernig svona dagar lukkast. Síðast en ekki síst má nefna að leitin að
Náttúrufræðingi Síðuskóla árið 2014 fór fram í morgun þar sem nemendur í 2. bekk og eldri spreyttu sig í
því að bera kennsl á fugla, plöntur og íslenskt landslag. Úrslit verða tilkynnt á fimmtudagsmorguninn þar sem stigahæsti nemandinn er
Náttúrfræðingur Síðuskóla 2014 en einnig eru veittar viðurkenningar fyrir góða frammistöðu eftir stigum.
Teknar eru myndir í ferðunum og má sjá þær hér.