Í byrjun febrúar var annar fundur af 5 í verkefninu. Farið var til Noregs þar sem verkefnið litarhaft íbúa var þemað. 2 kennarar, Bibbi og Sigrún Sig, fóru með 4 nemendur þau Heklu, Þorkel, Hallgrím og Samúel. Ferðin gekk mjög vel og stóðu nemendur sig með mikilli prýði. Þau unnu og kynntu fín verkefni sem þau voru búin að undirbúa fyrir ferðina og fengu lof fyrir. Þau kynntust erlendum nemendum og vonandi halda þau sambandi í framhaldi af ferðinni. Um mánaðamótin mars - apríl koma hingað til lands nemendur og kennarar frá Ítalíu, Slóveníu, Noregi og Þýskalandi alls 16 nemendur og 8 kennarar. Nemendurnir koma til með að gista hjá nemendum í Síðuskóla og ítrekum við auglýsingu eftir fjölskyldum til að taka á móti þessum nemendum. Þeir koma 30. mars og fara heim 3 og 4. apríl.
Myndir eru á myndasíðu.