Nemendur á aldrinum 6 – 12 ára áttu þess kost að taka þátt í vali á bestu barnabókinni, sem kom út á árinu 2012. Kosningu er nú lokið og besta barnabókin á síðasta ári að mati þessa aldurshóps er bókinAukaspyrna á Akureyri eftir Gunnar Helgason og besta þýdda bókin að þeirra mati var Dagbók Kidda klaufa- svakalegur sumarhitieftir Jeff Kinney í þýðingu Helga Jónssonar.
Gunnar Helgason og Helgi Jónsson fengu viðurkenningar, fyrir vinsælustu íslensku barnabókina 2012 og vinsælustu þýddu bókina 2012 Viðurkenningarnar voru afhentar við hátíðlega athöfn á Borgarbókasafninu í Reykjavík.
Einn nemandi í hverjum skóla, sem tók þátt í þessu verkefni, var dreginn út og fékk viðurkenningu og bókaverðlaun. Í Síðuskóla var það Sindri Már Sigurðsson í 7. bekk, sem hlaut viðurkenningu og nýju RipleY's bókina í verðlaun, Ripley's - Ótrúlegt en satt, STUÐANDI STAÐREYNDIR.
Vinningshafar
í Bókaverðlaun barnanna 2013
Arna Sirrý Erlingsdóttir, 11 ára
Lundarskóli
Sindri Már Sigurðsson, 12
ára Síðuskóli
Marín, 10
ára
Glerárskóli
Sandra Dögg, 12
ára Brekkuskóli
María Björk, 9
ára
Giljaskóli
Snævar Bjarki
Davíðsson, 6 ára Hríseyjarskóli
Bókaverðlaun barnanna 2013
1. Aukaspyrna á Akureyri
2. Dagbók Kidda Klaufa – Svakalegur sumarhiti
3. Krakkinn sem hvarf
4. Kafteinn ofurbrók og tiktúrurnar í tappa teygjubrók
5. Skúli skelfir og uppvakningsvampíran
6. Stelpuhandbókin
7. Aþena að eilífu, kúmen
8. Blávatnsormurinn
9. Messi
10. Ronaldo