2. bekkur hefur s.l. 2 vikur verið að læra um heimabæinn okkar
Akureyri. Í gær var farið í vettvangsferð til þess að skoða styttuna af Helga magra og Þórunni hyrnu, fyrsta landnámsfólkinu okkar
og leikskólann sem heitir í höfuðið á dóttur þeirra hjóna, Hólmasól.
Í leiðinni skoðuðum við þekktar byggingar eins og
Ráðhúsið, Sjallann,
Amtsbókasafnið, Lögreglustöðina og Akureyrarkirkju. Við töldum kirkjutröppurnar og flestir voru sammála um að þær væru 109
talsins.
Nemendur höfðu gaman af ferðinni og voru fjörugir eins og kálfar að vori.