Árshátíð Síðuskóla

/* /*]]>*/ Kæru foreldrar og nemendur í Síðuskóla Árshátíð Síðuskóla verður haldin 11. og 12. mars. Þessa daga er ekki kennt samkvæmt stundaskrá en dagskráin er sem hér segir. Fimmtudagur 11. mars  Klukkan 11:30verður sýning fyrir nemendur í 1. - 5. bekk. Skemmtikraftar á þeirri sýningu verða nemendur í 5. SB, 5. HL, 7. bekkur, 8. HF, 8. B og 10. bekkur. Verð er 200 kr. og verður ball og sjoppa eftir sýningu. Tómstunda- og leikherbergi verða opin.           Klukkan 15:00verður sýning fyrir foreldra. Skemmtikraftar á þeirri sýningu verða nemendur í 1. og 2. bekk (umsjónarkennarar láta vita um skiptingu), 3. ASR, 4. SG, 5. SB, 7. bekkur, 8. HF og 10. bekkur. Verð á sýninguna er 500 kr. fyrir fullorðna og 300 kr. fyrir börn í 1. – 7. bekk. Kaffihlaðborð verður eftir sýningu.  Það kostar 600 kr. fyrir nemendur í 8. - 10. bekk og fullorðna, 300 kr. fyrir börn í 1. -7. bekk, frítt fyrir 6 ára og yngri. Boðið er upp á barnagæslu í stofu 31 meðan á sýningu stendur. Föstudagur 12. mars Klukkan 15:00verður sýning fyrir foreldra. Skemmtikraftar á þeirri sýningu verða nemendur 1. og 2. bekk (umsjónarkennarar láta vita um skiptingu), 3. TS, 4. SS, 5. HL, 8. B og 10. bekkur. Verð á sýninguna er 500 kr. fyrir fullorðna og 300 kr. fyrir börn í 1. – 7. bekk. Kaffihlaðborð verður eftir sýningu. Það kostar 600 kr. fyrir nemendur í 8. - 10. bekk og fullorðna, 300 kr. fyrir börn í 1. - 7. bekk, frítt fyrir 6 ára og yngri. Boðið er upp á barnagæslu meðan á sýningu stendur. Klukkan 19:30verður sýning fyrir nemendur í 6. - 10. bekk. Skemmtikraftar á þeirri sýningu verða 7. bekkur, 8. HF, 8. B og 10. bekkur. Verð: 500 kr. fyrir 6. og 7. bekk, 700 kr. fyrir 8. - 10. bekk. Þeir sem koma eingöngu á ballið borga 700 kr. Ball, sjoppa, tómstundaherbergi og kaffihús eftir sýningu. Ballið stendur til 24:00 en nemendur í 6. og 7. bekk fara heim klukkan 22:30.                  Frístund er opin árshátíðardagana fyrir nemendur 1. - 4. bekkjar. Foreldrar þurfa að láta vita ef þeir ætla að nota þessa þjónustu og er síminn í frístund 461-3473. Þeir nemendur sem eru ekki í annaráskrift þurfa að koma með nesti. Nauðsynlegt er að allir nemendur mæti a.m.k. 15 mín. áður en sýning hefst. Við hlökkum til að sjá ykkur á árshátíðinni og vonum að þið skemmtið ykkur vel. Starfsfólk og nemendur Síðuskóla

Kæru foreldrar og nemendur í Síðuskóla

Árshátíð Síðuskóla verður haldin 11. og 12. mars. Þessa daga er ekki kennt samkvæmt stundaskrá en dagskráin er sem hér segir.

Fimmtudagur 11. mars 

Klukkan 11:30verður sýning fyrir nemendur í 1. - 5. bekk. Skemmtikraftar á þeirri sýningu verða nemendur í 5. SB, 5. HL, 7. bekkur, 8. HF, 8. B og 10. bekkur. Verð er 200 kr. og verður ball og sjoppa eftir sýningu. Tómstunda- og leikherbergi verða opin.          

Klukkan 15:00verður sýning fyrir foreldra. Skemmtikraftar á þeirri sýningu verða nemendur í 1. og 2. bekk (umsjónarkennarar láta vita um skiptingu), 3. ASR, 4. SG, 5. SB, 7. bekkur, 8. HF og 10. bekkur.
Verð á sýninguna er 500 kr. fyrir fullorðna og 300 kr. fyrir börn í 1. – 7. bekk.
Kaffihlaðborð verður eftir sýningu.  Það kostar 600 kr. fyrir nemendur í 8. - 10. bekk og fullorðna, 300 kr. fyrir börn í 1. -7. bekk, frítt fyrir 6 ára og yngri.
Boðið er upp á barnagæslu í stofu 31 meðan á sýningu stendur.

Föstudagur 12. mars

Klukkan 15:00verður sýning fyrir foreldra. Skemmtikraftar á þeirri sýningu verða nemendur 1. og 2. bekk (umsjónarkennarar láta vita um skiptingu), 3. TS, 4. SS, 5. HL, 8. B og 10. bekkur.
Verð á sýninguna er 500 kr. fyrir fullorðna og 300 kr. fyrir börn í 1. – 7. bekk.
Kaffihlaðborð verður eftir sýningu. Það kostar 600 kr. fyrir nemendur í 8. - 10. bekk og fullorðna, 300 kr. fyrir börn í 1. - 7. bekk, frítt fyrir 6 ára og yngri.
Boðið er upp á barnagæslu meðan á sýningu stendur.

Klukkan 19:30verður sýning fyrir nemendur í 6. - 10. bekk. Skemmtikraftar á þeirri sýningu verða 7. bekkur, 8. HF, 8. B og 10. bekkur.
Verð: 500 kr. fyrir 6. og 7. bekk, 700 kr. fyrir 8. - 10. bekk. Þeir sem koma eingöngu á ballið borga 700 kr.
Ball, sjoppa, tómstundaherbergi og kaffihús eftir sýningu. Ballið stendur til 24:00 en nemendur í 6. og 7. bekk fara heim klukkan 22:30.                 

Frístund er opin árshátíðardagana fyrir nemendur 1. - 4. bekkjar. Foreldrar þurfa að láta vita ef þeir ætla að nota þessa þjónustu og er síminn í frístund 461-3473. Þeir nemendur sem eru ekki í annaráskrift þurfa að koma með nesti.

Nauðsynlegt er að allir nemendur mæti a.m.k. 15 mín. áður en sýning hefst.

Við hlökkum til að sjá ykkur á árshátíðinni og vonum að þið skemmtið ykkur vel.

Starfsfólk og nemendur Síðuskóla