Ágúst - keppandi í Söngvakeppninni 2025

Síðuskóli fékk skemmtilega heimsókn í morgun þegar Ágúst, sem komst áfram í Söngvakeppninni um síðustu helgi, hélt smá söngsal með nemendum og starfsfólki skólans. Óhætt er að segja að heimsóknin vakti mikla lukku og greinilegt að Ágúst á marga aðdáendur í Síðuskóla. Ágúst tók nokkur lög, þar á meðal skólasöng Síðuskóla, nokkur gömul og sígild og svo auðvitað besta lagið" Eins og þú" sem nemendur tóku vel undir svo undir tók í húsinu. Eftir söngsalinn var örtröð í eiginhandaáritun og myndatökur með kappanum. Gaman að segja frá því að einn höfunda lagsins er fyrrum nemandi Síðuskóla, hann Hákon Guðni Hjartarson. Við þökkum fyrir heimsóknina og óskum þeim góðs gengis í lokakeppninni.
Sjá myndir hér.