Ì Fjordcentret
Ferð 6. bekkjar til Danmerkur gengur í alla staði vel. Það er búið að fara með hópinn víða í kring um Ryomgård, vinna fjölbreytt verkefni, syngja skólasönginn á söngsal fyrir alla nemendur skólans og ýmislegt fleira. Danirnir hafa skipt börnunum í 4 hópa sem vinna meira og minna saman í öllum verkefnum sem þau fara í. Hóparnir eru merktir eftir litum og er mjög þægilegt að halda utan um þessi 100 börn þannig. Í gær heimsóttum við Fjordcentret þar sem krakkarnir glímdu við allskonar útiverkefni. Þar prófuðu allir að veiða á stöng, kveikja eld án eldfæra og notuðu til þess m.a. nornahár og timbur. Allir fóru líka í vöðlur og veiddu allskonar smádýr til að setja í tjörnina hjá þeim og skutu úr ótrúlega skemmtilegri vatnsfallbyssu.
Myndir frá Fjordcentret.
Ferð 6. bekkjar til Danmerkur gengur í alla staði vel. Það er búið að fara með hópinn víða í kring um Ryomgård, vinna fjölbreytt verkefni, syngja skólasönginn á söngsal fyrir alla nemendur skólans og ýmislegt fleira. Danirnir hafa skipt börnunum í 4 hópa sem vinna meira og minna saman í öllum verkefnum sem þau fara í. Hóparnir eru merktir eftir litum og er mjög þægilegt að halda utan um þessi 100 börn þannig. Í gær heimsóttum við Fjordcentret þar sem krakkarnir glímdu við allskonar útiverkefni. Þar prófuðu allir að veiða á stöng, kveikja eld án eldfæra og notuðu til þess m.a. nornahár og timbur. Allir fóru líka í vöðlur og veiddu allskonar smádýr til að setja í tjörnina hjá þeim og skutu úr ótrúlega skemmtilegri vatnsfallbyssu.
Myndir frá Fjordcentret.