Í gær fór hópur nemenda í 5. bekk ásamt starfsfólki í safnafræðsluferð á Listasafnið á Akureyri. Heimsóknin er í tengslum við Barnamenningarhátíð sem sett verður í april 2025 en 5. bekk í Siðuskóla er veittur sá heiður að fá að taka þátt î sýningunni í ár. Nemendur fá kynningu á tveimur sýningum og þjálfa myndlæsi og vinna síðan verk í myndmennt út frá sýningunum. Frábær heimsókn í dag og nemendur voru virkilega áhugasamir og voru skólanum og sjálfum sér til sóma.