Næstkomandi föstudag, þann 30. ágúst, ætlum við hér í skólanum að halda upp á 35 ára afmæli Síðuskóla. Skóladagurinn hefst kl. 8.00 og lýkur kl. 13.00. Frístund er opin eftir hádegi. Dagskráin hefst á sal og síðan verður skrúðganga um hverfið. Eftir það verða hinar ýmsu stöðvar í boði og verðum við þar á léttu nótunum. Í hádeginu verða grillaðar pylsur og boðið upp á afmælistertu sem foreldrafélagið gefur okkur í tilefni dagsins. Þennan dag leyfum við frjálst nesti í kaffitímanum.
Foreldrar/forráðamenn eru velkomnir í skólann þennan dag sem og aðra daga.