Miðvikudaginn 20. apríl var lokakeppnin í Skólahreysti þar sem sigurvegarar úr keppnum heima í héraði komu saman. Rúta með rúmlega 70 farþega lagði upp frá skólanum að loknum hádegisverði og voru þar á ferð keppendur, íþróttakennarar og stuðningslið. Ferðin gekk vel og allir stóðu sig með sóma jafn keppendur sem stuðningsmenn. Að lokinni keppni var svo ekið aftur heim svo dagurinn var langur hjá ferðalöngum en afar ánægjulegur. Í morgun var skólahreystiliðið kallað á svið svo nemendur skólans gætu gefið þeim gott klapp fyrir frammistöðuna. Sjá hér.
Hér má sjá myndir úr ferðinni.
Miðvikudaginn 20. apríl var lokakeppnin í Skólahreysti þar sem sigurvegarar úr keppnum heima í héraði komu saman. Rúta með rúmlega 70 farþega lagði upp frá skólanum að loknum hádegisverði og voru þar á ferð keppendur, íþróttakennarar og stuðningslið. Ferðin gekk vel og allir stóðu sig með sóma jafn keppendur sem stuðningsmenn. Að lokinni keppni var svo ekið aftur heim svo dagurinn var langur hjá ferðalöngum en afar ánægjulegur. Í morgun var skólahreystiliðið kallað á svið svo nemendur skólans gætu gefið þeim gott klapp fyrir frammistöðuna.
Sjá hér.
Hér má sjá myndir úr ferðinni.
Samtals tóku 12 lið þátt og var lið Síðuskóla eitt þeirra. Þetta er í fjórða skiptið sem lið Síðuskóla kemst á þennan stað og leiðin hefur bara legið upp á við. Í þetta skipti enduðum við í 2. sæti og fékk liðið vegleg verðlaun. Verðlaunin voru bæði fyrir keppendur einstaklingslega og svo peningaverðlaun sem nýtast eiga í þágu allra nemenda. Keppendurnir, Ágústa, Elmar, Ragúel og Embla ásamt þeim Huldu og Guðna stóðu sig mjög vel en þau hafa í vetur æft undir leiðsögn íþróttakennara skólans. Þau Ragúel og Embla jöfnuðu sex ára Íslandsmet í hraðabrautinni.