Mjög gaman var í morgun þegar allir nemendur og starfsfólk skólans safnaðist inn í íþróttasal og dansaði undir stjórn Elínar Halldórsdóttur danskennara. Tilefnið var að safnast höfðu 15.000 hrósmiðar og þá er venjan að brjóta skólastarfið upp með einhverjum hætti til að halda upp á að markinu er náð.
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum náði Elín að láta bæði unga og aldna gleyma sér í dansinum.