Í vikunni var tilkynnt um hvaða lína í 100 töflunni var dreginn út í 100 miða leiknum. Síðustu tvær vikur hafa starfsmenn afhent nemendum sem fara að reglum skólans sérstaka hrósmiða, eða svokallaða 100 miða. Þeim er raðað upp á töflu með tölunum 1-100 og síðan er ein lóðrétt lína dregin út. Í þetta sinn voru það þeir nemendur sem höfu sett miðann á tölu sem endar á 7 sem duttu í lukkupottinn. Í viðurkenningaskyni fengu þeir að fara á kaffihús, Kaffi ilm með tveimur af stjórnendum skólans og þiggja kakó og kökusneið. Ferðin var hin ánægjulegasta og áttu hlutaðeigandi ánægjulega stund saman. Hér má sjá myndir frá því þegar úrslitin voru tilkynnt og úr ferðinni á kaffihúsið.
Í vikunni var tilkynnt um hvaða lína í 100 töflunni var dreginn út í 100 miða leiknum. Síðustu tvær vikur hafa starfsmenn afhent nemendum sem fara að reglum skólans sérstaka hrósmiða, eða svokallaða 100 miða. Þeim er raðað upp á töflu með tölunum 1-100 og síðan er ein lóðrétt lína dregin út. Í þetta sinn voru það þeir nemendur sem höfu sett miðann á tölu sem endar á 7 sem duttu í lukkupottinn. Í viðurkenningaskyni fengu þeir að fara á kaffihús, Kaffi ilm með tveimur af stjórnendum skólans og þiggja kakó og kökusneið. Ferðin var hin ánægjulegasta og áttu hlutaðeigandi ánægjulega stund saman.
Hér má sjá myndir frá því þegar úrslitin voru tilkynnt og úr ferðinni á kaffihúsið.