Viðurkenningar skólanefndar Akureyrarbæjar

Laugardaginn 5. júní sl. bauð skólanefnd Akureyrarbæjar til uppskeruhátíðar í Listasafninu í fyrsta skipti, þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur, starf, áhuga og vilja. Markmiðið er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir eru að vinna og jafnvel gera enn betur. Viðurkenning er einnig staðfesting á að viðkomandi skóli/kennari/nemandi er fyrirmynd annarra á því sviði sem viðurkenning nær til. Tveir kennarar og einn nemandi úr Síðuskóla hlutu viðurkenningu: Margrét Baldvinsdóttir og Sara Elín Svanlaugsdóttir, fyrir fyrirmyndar kennslu og samstarf. Arnór Páll Júlíusson nemandi í 10. bekk, fyrir dugnað og samviskusemi. Við óskum þeim innilega til hamingju.
Laugardaginn 5. júní sl. bauð skólanefnd Akureyrarbæjar til uppskeruhátíðar í Listasafninu í fyrsta skipti, þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur, starf, áhuga og vilja. Markmiðið er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir eru að vinna og jafnvel gera enn betur. Viðurkenning er einnig staðfesting á að viðkomandi skóli/kennari/nemandi er fyrirmynd annarra á því sviði sem viðurkenning nær til.

Tveir kennarar og einn nemandi úr Síðuskóla hlutu viðurkenningu:
Margrét Baldvinsdóttir og Sara Elín Svanlaugsdóttir, fyrir fyrirmyndar kennslu og samstarf.
Arnór Páll Júlíusson nemandi í 10. bekk, fyrir dugnað og samviskusemi.

Við óskum þeim innilega til hamingju.