Viðurkenningar skólanefndar Akureyrarbæjar

Laugardaginn 5. júní kl. 14.00 boðar skólanefnd Akureyrarbæjar til samkomu í Listasafninu þar sem sjö nemendum og átta kennurum og starfsmönnum við skóla Akureyrarbæjar verður veitt viðurkenning fyrir að hafa skarað fram úr í starfi. Þetta er í fyrsta sinn sem skólanefnd stendur fyrir samkomu sem þessari en hún er í samræmi við áherslur í skólastefnu Akureyrarbæjar. Óskað var eftir tilnefningum frá starfsmönnum, skólum og foreldrum um nemendur og strarfsmenn eða verkefni sem talin voru hafa skarað fram úr í skólastarfi. Alls bárust 28 tilnefningar um starfsmenn eða verkefni og 25 nemendur. Valnefnd sem skipuð var fulltrúum frá skólanefnd, samtökum foreldra og Skólaþróunarsviði HA fór yfir allar tilnefningar og gerði tillögu til skólanefndar sem skólanefnd samþykkti á fundi sínum þann 31. maí sl. Verða nöfn þeirra einstaklinga og verkefna sem hljóta viðurkenningu þetta árið kunngjörð á samkomunni. Áhugasamir eru hvattir til að mæta í Listasafnið laugardaginn 5. júní kl. 14.00 og vera viðstaddir afhendingu viðurkenninganna.
Laugardaginn 5. júní kl. 14.00 boðar skólanefnd Akureyrarbæjar til samkomu í Listasafninu þar sem sjö nemendum og átta kennurum og starfsmönnum við skóla Akureyrarbæjar verður veitt viðurkenning fyrir að hafa skarað fram úr í starfi. Þetta er í fyrsta sinn sem skólanefnd stendur fyrir samkomu sem þessari en hún er í samræmi við áherslur í skólastefnu Akureyrarbæjar.

Óskað var eftir tilnefningum frá starfsmönnum, skólum og foreldrum um nemendur og strarfsmenn eða verkefni sem talin voru hafa skarað fram úr í skólastarfi. Alls bárust 28 tilnefningar um starfsmenn eða verkefni og 25 nemendur. Valnefnd sem skipuð var fulltrúum frá skólanefnd, samtökum foreldra og Skólaþróunarsviði HA fór yfir allar tilnefningar og gerði tillögu til skólanefndar sem skólanefnd samþykkti á fundi sínum þann 31. maí sl.

Verða nöfn þeirra einstaklinga og verkefna sem hljóta viðurkenningu þetta árið kunngjörð á samkomunni.

Áhugasamir eru hvattir til að mæta í Listasafnið laugardaginn 5. júní kl. 14.00 og vera viðstaddir afhendingu viðurkenninganna.