Viðurkenningar skólanefndar 2012

Hafdís og Helena ásamt Ólafi skólastjóra og Önnu Sigrúnu umsjónarkennara
Hafdís og Helena ásamt Ólafi skólastjóra og Önnu Sigrúnu umsjónarkennara
Fimmtudaginn 31. maí var nemendum, kennurum og starfsmönnum við skóla Akureyrar­bæjar veitt viðurkenning fyrir að hafa skarað fram úr í starfi. Þetta er í þriðja sinn sem skólanefnd stendur fyrir samkomu sem þessari en hún er í samræmi við áherslur í skólastefnu Akureyrarbæjar. Helena Ósk Hilmarsdóttir nemandi í Síðuskóla hlaut viðurkenningu fyrir ótrúlega þrautseigju og dugnað. Helena gefst aldrei upp þó að á móti blási en hún glímir við líkamlega fötlun. Alltaf jákvæð og glöð í bragði. Flott stelpa í alla staði. Hafdís Kristjánsdóttir, deildarstjóri í Síðuskóla hlaut viðurkenningu fyrir frumkvöðlastarf í umhverfismálum. Hafdís hefur verið leiðandi í umhverfismálum skólans sem er grænfánaskóli og hefur verið undanfarin 6 ár. Hafdís hefur verið leiðandi í því verkefni enda mikill eldhugi um umhverfismál almennt.

Fimmtudaginn 31. maí var nemendum, kennurum og starfsmönnum við skóla Akureyrar­bæjar veitt viðurkenning fyrir að hafa skarað fram úr í starfi. Þetta er í þriðja sinn sem skólanefnd stendur fyrir samkomu sem þessari en hún er í samræmi við áherslur í skólastefnu Akureyrarbæjar.

Helena Ósk Hilmarsdóttir nemandi í Síðuskóla hlaut viðurkenningu fyrir ótrúlega þrautseigju og dugnað. Helena gefst aldrei upp þó að á móti blási en hún glímir við líkamlega fötlun. Alltaf jákvæð og glöð í bragði. Flott stelpa í alla staði.

Hafdís Kristjánsdóttir, deildarstjóri í Síðuskóla hlaut viðurkenningu fyrir frumkvöðlastarf í umhverfismálum. Hafdís hefur verið leiðandi í umhverfismálum skólans sem er grænfánaskóli og hefur verið undanfarin 6 ár. Hafdís hefur verið leiðandi í því verkefni enda mikill eldhugi um umhverfismál almennt.