Veglegur styrkur til skólans

Síðuskóli hlaut á dögunum styrk frá Erasmusplus á Íslandi.   Styrkurinn sem verekefið „Traces of Europe“ hlaut hljóðar upp á rúmlega 184.000 evrur sem skiptist á milli 6 skóla í Evrópu.  Samstarfsskólar Síðuskóla í þessu verkefni eru í Póllandi, Englandi, Noregi, Ítalíu og í Rúmeníu.    Verkefnið er til þriggja ára.Í þessu verkefni munu kennarar fara í heimsóknir og fræðast um það sem samstarfsskólarnir eru að gera vel.   Þar ber helst að nefna upplýsingatækni, nám í gegnum leik, að fá nemendur til að vera virkir í þjóðfélagsumræðunni, umhverfismennt og útikennsla, ásamt ýmsu öðru sem verður numið í heimsóknum í þessa skóla.  Síðuskóli mun leggja sitt af mörkum með Byrjendalæsi.   Í vor munu erlendir kennarar koma til Akureyrar og fræðast um Byrjendalæsið.Við hlökkum til við að takast á við þetta verkefni og vonumst til þess að þetta skili sér í breyttum kennsluháttum og fjölbreyttari nálgun á námsefnið þegar fram líða stundir.

Síðuskóli hlaut á dögunum styrk frá Erasmusplus á Íslandi.   Styrkurinn sem verekefið „Traces of Europe“ hlaut hljóðar upp á rúmlega 184.000 evrur sem skiptist á milli 6 skóla í Evrópu.  Samstarfsskólar Síðuskóla í þessu verkefni eru í Póllandi, Englandi, Noregi, Ítalíu og í Rúmeníu.    Verkefnið er til þriggja ára.
Í þessu verkefni munu kennarar fara í heimsóknir og fræðast um það sem samstarfsskólarnir eru að gera vel.   Þar ber helst að nefna upplýsingatækni, nám í gegnum leik, að fá nemendur til að vera virkir í þjóðfélagsumræðunni, umhverfismennt og útikennsla, ásamt ýmsu öðru sem verður numið í heimsóknum í þessa skóla.  Síðuskóli mun leggja sitt af mörkum með Byrjendalæsi.   Í vor munu erlendir kennarar koma til Akureyrar og fræðast um Byrjendalæsið.
Við hlökkum til við að takast á við þetta verkefni og vonumst til þess að þetta skili sér í breyttum kennsluháttum og fjölbreyttari nálgun á námsefnið þegar fram líða stundir.