Miðvikudaginn 21. febrúar sl. var undankeppni stóru
upplestrarkeppninnar haldin hér í Síðuskóla. Þá lásu 12 nemendur úr 7. bekk sem
komust höfðu áfram eftir 1. umferð. Þau stóðu sig öll mjög vel og voru skólanum
til sóma. Valdir voru tveir aðalfulltrúar og einn varafulltrúi til að taka þátt
í úrslitum Stóru upplestrarkeppninnar sem haldin verður í Kvosinni í
Menntaskólanum á Akureyri. Þeir nemendur úr Síðuskóla sem valdir voru í ár eru
Rakel Alda og Elísabet Eik sem aðalmenn og Þorgerður Katrín til vara. Hér má
sjá myndir frá keppninni, en myndin sem fylgir fréttinni er af vinningshöfum ásamt dómurunum, þeim Helgu Hauksdóttur og Sigríði Ásu Harðardóttur.
Miðvikudaginn 21. febrúar sl. var undankeppni stóru
upplestrarkeppninnar haldin hér í Síðuskóla. Þá lásu 12 nemendur úr 7. bekk sem
komust höfðu áfram eftir 1. umferð. Þau stóðu sig öll mjög vel og voru skólanum
til sóma. Valdir voru tveir aðalfulltrúar og einn varafulltrúi til að taka þátt
í úrslitum Stóru upplestrarkeppninnar sem haldin verður í Kvosinni í
Menntaskólanum á Akureyri. Þeir nemendur úr Síðuskóla sem valdir voru í ár eru
Rakel Alda og Elísabet Eik sem aðalmenn og Þorgerður Katrín til vara. Hér má
sjá myndir frá keppninni, en myndin sem fylgir fréttinni er af vinningshöfum ásamt dómurunum, þeim Helgu Hauksdóttur og Sigríði Ásu Harðardóttur.