Stóra upplestrarkeppnin

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar var haldin á sal Menntaskólans á Akureyri, 7.mars síðast liðinn.     Keppendur í ár voru 15 frá grunnskólum bæjarins þar af einn nemandi frá Hrísey. Skáld keppninnar í ár voru Kristín Helga Gunnarsdóttir og Gyrðir Elíasson. Lásu nemendur brot úr bókinni Draugaslóð eftir Kristínu og eitt ljóð eftir Gyrði. Einnig lásu þau eitt ljóð að eigin vali. Fulltrúar Síðuskóla í keppninni voru Jörundur Sigurbjörnsson, Steinar Logi Stefánsson og Valgerður Pétursdóttir sem var varamaður.   Þetta var hátíðleg stund og stóðu nemendurnir sig frábærlega. Steinar Logi náði verðlaunasæti, varð í þriðja sæti, en keppendur úr Lundarskóla hlutu 1. og 2. sæti.   Ólafur skólastjóri tók nokkrar myndir af keppendum og áhorfendum sem má finna hér.

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar var haldin á sal Menntaskólans á Akureyri, 7.mars síðast liðinn. 

 

 Keppendur í ár voru 15 frá grunnskólum bæjarins þar af einn nemandi frá Hrísey. Skáld keppninnar í ár voru Kristín Helga Gunnarsdóttir og Gyrðir Elíasson. Lásu nemendur brot úr bókinni Draugaslóð eftir Kristínu og eitt ljóð eftir Gyrði. Einnig lásu þau eitt ljóð að eigin vali. Fulltrúar Síðuskóla í keppninni voru Jörundur Sigurbjörnsson, Steinar Logi Stefánsson og Valgerður Pétursdóttir sem var varamaður.

 

Þetta var hátíðleg stund og stóðu nemendurnir sig frábærlega. Steinar Logi náði verðlaunasæti, varð í þriðja sæti, en keppendur úr Lundarskóla hlutu 1. og 2. sæti.

 

Ólafur skólastjóri tók nokkrar myndir af keppendum og áhorfendum sem má finna hér.