Stóra upplestrarkeppnin - forkeppni

Krakkarnir fengu allir rós að lestri loknum
Krakkarnir fengu allir rós að lestri loknum
Í gær, fimmtudaginn 16. febrúar, kepptu 11 valdir nemendur úr 7. bekkjunum í Stóru upplestrarkeppninni. Velja þurfti þrjá fulltrúa til að keppa í aðalkeppni grunnskólanna á Akureyri í mars. Það var erfitt val fyrir dómnefnd því þarna voru margir mjög góðir upplesarar. Að þessu sinni voru þrír drengir hlutskarpastir. Tveir aðalmenn voru valdir Jörundur Guðni Sigurbjörnsson og Steinar Logi Stefánsson, varamaður var valinn Ríkharður Ólafsson. Hér má sjá nokkrar myndir frá keppninni.
Í gær, fimmtudaginn 16. febrúar, kepptu 11 valdir nemendur úr 7. bekkjunum í Stóru upplestrarkeppninni. Velja þurfti þrjá fulltrúa til að keppa í aðalkeppni grunnskólanna á Akureyri í mars. Það var erfitt val fyrir dómnefnd því þarna voru margir mjög góðir upplesarar.


Að þessu sinni voru þrír drengir hlutskarpastir. Tveir aðalmenn voru valdir Jörundur Guðni Sigurbjörnsson og Steinar Logi Stefánsson, varamaður var valinn Ríkharður Ólafsson. Hér má sjá nokkrar myndir frá keppninni.