Snjallvagninn er fræðsluverkefni sem ferðast á milli grunnskóla út um allt land til að vekja nemendur til umhugsunar um hegðun sína og líðan á netinu. Það er enginn annar en Lalli töframaður sem sér um fræðslu Snjallvagnins en hann notar meðal annars til þess töfra og létt glens.