Lið okkar Síðuskóla vann lokakeppnina í Skólahreysti sem sýnd var í beinni útsendingu í kvöld á RÚV. Þessir frábæru krakkar eru vel að sigrinum komnir og stóðu sig allir með glæsibrag. Guðni Jóhann og Eygló kepptu í upphýfingum, dýfum, armbeygjum og hreystigreip og Ragúel og Embla Dögg fóru hraðabrautina og slógu íslandsmet til margra ára. Þá má ekki gleyma varamönnunum þeim Unnari og Huldu Karen sem hafa æft af kappi og verið klár að hlaupa í skarðið en keppandi þarf einhverra hluta vegna að draga sig í hlé. Þessi frábæri hópur hefur í vetur æft af kappi ásamt fleiri nemendum undir stjórn íþróttakennaranna Eddu, Rainers og Veroniku. Hamingjuóskir til okkar allra og hjartans þakkir til íþróttakennara og keppenda.
Lið okkar Síðuskóla vann lokakeppnina í Skólahreysti sem sýnd var í beinni útsendingu í kvöld á RÚV. Þessir frábæru krakkar eru vel að sigrinum komnir og stóðu sig allir með glæsibrag. Guðni Jóhann og Eygló kepptu í upphýfingum, dýfum, armbeygjum og hreystigreip og Ragúel og Embla Dögg fóru hraðabrautina og slógu íslandsmet til margra ára. Þá má ekki gleyma varamönnunum þeim Unnari og Huldu Karen sem hafa æft af kappi og verið klár að hlaupa í skarðið en keppandi þarf einhverra hluta vegna að draga sig í hlé. Þessi frábæri hópur hefur í vetur æft af kappi ásamt fleiri nemendum undir stjórn íþróttakennaranna Eddu, Rainers og Veroniku. Hamingjuóskir til okkar allra og hjartans þakkir til íþróttakennara og keppenda.