Skólabyrjun

Ágætu foreldrar / forráðamenn nemenda í Síðuskóla Senn fer nýtt skólaár að hefjast og eins verið hefur síðast liðin ár munu umsjónarkennarar byrja á viðtölum við nemendur og foreldra dagana 23. og 24. ágúst. Boð um viðtalið verður sent á rafrænu formi í vikunni áður. Nú munum við í fyrsta skipti óska eftir því að undirbúningur fyrir viðtölin fari fram í gegnum leiðsagnarmatið í Mentor. Opnað verður fyrir matið þann 17. ágúst en hér aftar í bréfinu má finna leiðbeiningar um gerð þess. Varðandi aðgang að Mentor þá er hægt að sækja hann inn á síðunni mentor.is með því að velja Gleymt lykilorð vinstra megin á síðunni. Þá opnast gluggi þar sem  kennitala er skráð og í framhaldi af því sendir Mentor tölvupóst (mikilvægt er að rétt netfang sé skráð inn á vefinn) þar sem boðið er upp á að búa til lykilorð en notendanafnið er alltaf kennitala. Námsgagnalistar fyrir komandi skólaár má nálgast á heimasíðu skólans siduskoli.is Við hlökkum til að eiga farsælt og gefandi samstarf við ykkur á komandi skólaári eins og undanfarin ár.                                                                  Bestu kveðjur,                                                             stjórnendur Síðuskóla Leiðbeiningar inn á leiðsagnarmatið

Ágætu foreldrar / forráðamenn nemenda í Síðuskóla

Senn fer nýtt skólaár að hefjast og eins verið hefur síðast liðin ár munu umsjónarkennarar byrja á viðtölum við nemendur og foreldra dagana 23. og 24. ágúst. Boð um viðtalið verður sent á rafrænu formi í vikunni áður.
Nú munum við í fyrsta skipti óska eftir því að undirbúningur fyrir viðtölin fari fram í gegnum leiðsagnarmatið í Mentor. Opnað verður fyrir matið þann 17. ágúst en hér aftar í bréfinu má finna leiðbeiningar um gerð þess.
Varðandi aðgang að Mentor þá er hægt að sækja hann inn á síðunni mentor.is með því að velja Gleymt lykilorð vinstra megin á síðunni. Þá opnast gluggi þar sem  kennitala er skráð og í framhaldi af því sendir Mentor tölvupóst (mikilvægt er að rétt netfang sé skráð inn á vefinn) þar sem boðið er upp á að búa til lykilorð en notendanafnið er alltaf kennitala.
Námsgagnalistar fyrir komandi skólaár má nálgast á heimasíðu skólans siduskoli.is
Við hlökkum til að eiga farsælt og gefandi samstarf við ykkur á komandi skólaári eins og undanfarin ár. 

                                                                Bestu kveðjur,
                                                            stjórnendur Síðuskóla

Leiðbeiningar inn á leiðsagnarmatið