Fræðsluyfirvöld á Akureyri hafa ákveðið að hafa skipulagsdag mánudaginn 2. nóvember í leik- og grunnskólum, tónlistarskólanum og frístundastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Þetta er gert svo starfsfólk skólanna fái svigrúm til að endurskipuleggja skólastarfið og tryggja að sóttvarnir verði eins vandaðar og kostur er. Þriðjudaginn 3. nóvember verður starf leik-, grunn og tónlistarskóla samkvæmt breyttu skipulagi og nýrri reglugerð um sóttvarnir í leik- og grunnskólum.
Nánari upplýsingar um skólastarfið verða sendar frá skólunum til foreldra og forsjáraðila fyrir dagslok á morgun, mánudag.
Eins og þið vitið ætluðum við að halda hrekkjavökugleði á þriðjudag en frestuðum því vegna sóttkvíar. Nemendur mega að sjálfsögðu koma í búningum á þriðjudag eins og til stóð en samkvæmt nýjustu tilmælum mun blöndun hópa verða lítil.
Stjórnendur Síðuskóla.