Þessir drengir voru allir með þrjá vinninga eða meira
Í dag var haldið skákmót Síðuskóla. Nemendum í 5. - 10. bekk var boðið að taka þátt og skráðu sig nokkrir nemendur til leiks. Fyrirkomulagið var þannig að tefldar voru samtals 5 skákir á tíma og nýjir andstæðingar í hverri umferð. Aron Sveinn Davíðsson í 9. bekk vann allar sínar skákir en keppnin var ansi jöfn og úrslit ekki ljós fyrr en eftir síðustu umferð. Við óskum Aroni til hamingju og þökkum keppendum öllum fyrir góða og drengilega keppni. Áskell Örn Kárason frá Skákfélagi Akureyrar fær bestu þakkir fyrir umsjón með framkvæmd. Þess má geta að Skákfélagið gaf sigurvegaranum eignarbikar. Myndir
Í dag var haldið skákmót Síðuskóla. Nemendum í 5. - 10. bekk var boðið að taka þátt og skráðu sig nokkrir nemendur til leiks. Fyrirkomulagið var þannig að tefldar voru samtals 5 skákir á tíma og nýjir andstæðingar í hverri umferð. Aron Sveinn Davíðsson í 9. bekk vann allar sínar skákir en keppnin var ansi jöfn og úrslit ekki ljós fyrr en eftir síðustu umferð. Við óskum Aroni til hamingju og þökkum keppendum öllum fyrir góða og drengilega keppni. Áskell Örn Kárason frá Skákfélagi Akureyrar fær bestu þakkir fyrir umsjón með framkvæmd. Þess má geta að Skákfélagið gaf sigurvegaranum eignarbikar.
Myndir