Skák

Skákfrímerki
Skákfrímerki
Í vetur hefur verið boðið upp á skákkennslu í Síðuskóla. Á vorönninni verður boðið upp á fasta tíma fyrir nemendur í 1.-4. bekk á fimmtudögum kl. 14 í stofu 22 á meðan áhugi er fyrir hendi. Sigurður Arnarson sér um kennsluna. 26. janúar er skákdagurinn mikli um land allt en þann dag árið 1935 fæddist Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga. Þar sem daginn ber nú upp á laugardag mun dagurinn verða haldinn hátíðlegur þriðjudaginn 29. janúar í Síðuskóla. Þá mun Sigurður Arnarson tefla fjöltefli við þá nemendur unglingadeildar sem þess óska. Fjölteflið fer fram í stofu 22 og hefst kl. 10.20.   

Í vetur hefur verið boðið upp á skákkennslu í Síðuskóla. Á vorönninni verður boðið upp á fasta tíma fyrir nemendur í 1.-4. bekk á fimmtudögum kl. 14 í stofu 22 á meðan áhugi er fyrir hendi. Sigurður Arnarson sér um kennsluna.

26. janúar er skákdagurinn mikli um land allt en þann dag árið 1935 fæddist Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga. Þar sem daginn ber nú upp á laugardag mun dagurinn verða haldinn hátíðlegur þriðjudaginn 29. janúar í Síðuskóla. Þá mun Sigurður Arnarson tefla fjöltefli við þá nemendur unglingadeildar sem þess óska. Fjölteflið fer fram í stofu 22 og hefst kl. 10.20.