Símalausar frímínútur

Þann 13. - 24. febrúar sl. voru símalausar frímínútur hjá 7. - 10. bekk í Síðuskóla. Þetta var hugmynd sem kom frá nemendum sjálfum og nemendaráð útfærði í samráði við Helgu Dögg kennara í janúar. Framkvæmdin var þannig að í 9:20-9:45 frímínútunum var áherslan á tækjalaus samskipti nemenda í gegnum leiki, skák, íþróttir, spjall, spil og fleira. Bekkirnir tóku sjálfir ábyrgð á afþreyingunni á ákveðnum svæðum, 7. og 8. bekkur tók ábyrgð á íþróttasalnum, 9. bekkur sá um matsalinn og 10. bekkur um unglingaganginn. Nemendur höfðu hitt íþróttakennara skólans sem hjálpuðu til að að skipuleggja dagskrá fyrir alla dagana, þ.e. hvað var í boði en það var breytilegt eftir dögum þannig að allir fyndu eitthvað við sitt hæfi. Í matsalnum var boðið upp á spil og spjall og var fjölbreytt úrval af spilum sem nemendur höfðu aðgang að. Á unglingagangi var boðið upp á að lesa og lita og í einni stofunni var boðið upp á skák. Enginn var neyddur til að taka þátt og þeir sem kusu frekar að vera í sínum tækjum gátu gert það í einni stofu á unglingagangi. Verkefnið heppnaðist vel, afþreyingunni var vel tekið og nýttu margir sér það að geta spjallað án truflunar snjalltækja í frímínútum. Ákveðið var að halda upp á vel heppnað verkefni og var 7. – 10. bekk boðið í kakó og skúffuköku sem nokkrar stúlkur úr 9. og 10. bekk bökuðu, í frímínútum í morgun. Þar var m.a. rætt hvernig til tókst og hvort ekki sé ástæða sé til að endurtaka leikinn fljótlega. Myndin sem fylgir fréttinni var tekin við það tækifæri.

Þann 13. - 24. febrúar sl. voru símalausar frímínútur hjá 7. - 10. bekk í Síðuskóla. Þetta var hugmynd sem kom frá nemendum sjálfum og nemendaráð útfærði í samráði við Helgu Dögg kennara í janúar.
Framkvæmdin var þannig að í 9:20-9:45 frímínútunum var áherslan á tækjalaus samskipti nemenda í gegnum leiki, skák, íþróttir, spjall, spil og fleira. Bekkirnir tóku sjálfir ábyrgð á afþreyingunni á ákveðnum svæðum, 7. og 8. bekkur tók ábyrgð á íþróttasalnum, 9. bekkur sá um matsalinn og 10. bekkur um unglingaganginn. Nemendur höfðu hitt íþróttakennara skólans sem hjálpuðu til að að skipuleggja dagskrá fyrir alla dagana, þ.e. hvað var í boði en það var breytilegt eftir dögum þannig að allir fyndu eitthvað við sitt hæfi. Í matsalnum var boðið upp á spil og spjall og var fjölbreytt úrval af spilum sem nemendur höfðu aðgang að. Á unglingagangi var boðið upp á að lesa og lita og í einni stofunni var boðið upp á skák. Enginn var neyddur til að taka þátt og þeir sem kusu frekar að vera í sínum tækjum gátu gert það í einni stofu á unglingagangi. Verkefnið heppnaðist vel, afþreyingunni var vel tekið og nýttu margir sér það að geta spjallað án truflunar snjalltækja í frímínútum. Ákveðið var að halda upp á vel heppnað verkefni og var 7. – 10. bekk boðið í kakó og skúffuköku sem nokkrar stúlkur úr 9. og 10. bekk bökuðu, í frímínútum í morgun. Þar var m.a. rætt hvernig til tókst og hvort ekki sé ástæða sé til að endurtaka leikinn fljótlega. Myndin sem fylgir fréttinni var tekin við það tækifæri.