Sigurvegarar!

Hópurinn greinilega ánægður með árangurinn :)
Hópurinn greinilega ánægður með árangurinn :)
Síðuskóli sigraði Akureyrarriðilinn í skólahreysti í gær.  Keppendur voru þau Hrannar og Svavar úr 9. bekk og úr 10. bekk komu stelpurnar Tinna og Rakel. Margrét og Stefán Árni voru síðan tilbúin á bekknum ef á þyrfti að halda. Það má sjá fleiri myndir og úrslit á skolahreysti.is. Nú hefst undirbúningur fyrir úrslitakeppnina í Reykjavík sem fer fram í beinni útsendingu í sjónvarpinu 2. maí. Þau voru öll að keppa í fyrsta skipti og því frammistaðan frábær hjá þeim.  Þau vilja, ásamt íþróttakennurum þakka foreldrafélaginu fyrir skólahreystisettið sem félagið færði skólanum. Það skilar sér greinilega!

Síðuskóli sigraði Akureyrarriðilinn í skólahreysti í gær. 

Keppendur voru þau Hrannar og Svavar úr 9. bekk og úr 10. bekk komu stelpurnar Tinna og Rakel. Margrét og Stefán Árni voru síðan tilbúin á bekknum ef á þyrfti að halda. Það má sjá fleiri myndir og úrslit á skolahreysti.is.

Nú hefst undirbúningur fyrir úrslitakeppnina í Reykjavík sem fer fram í beinni útsendingu í sjónvarpinu 2. maí. Þau voru öll að keppa í fyrsta skipti og því frammistaðan frábær hjá þeim.  Þau vilja, ásamt íþróttakennurum þakka foreldrafélaginu fyrir skólahreystisettið sem félagið færði skólanum. Það skilar sér greinilega!