Litla upplestrarkeppnin í 4. bekk og Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk voru settar á sal skólans í dag. Ákveðið var að fresta setningunni sem venjulega ber upp á 16. nóvember á Degi íslenskrar tungu. Ástæðan er sú að nemendur og starfsfólk var upptekið í vinnu við árshátíð í síðustu viku.
Keppnin snýst um að æfa upplestur, framburð og framkomu.
Bekkirnir komu á sal og Ólöf Inga skólastjóri ávarpaði hópinn og þau Alrún Eva og Marinó, fulltrúar okkar á síðustu lokahátíð, lásu upp.