Rómarferð

Í síðustu viku var farin ferð á vegum skólans til Ítalíu, nánar tiltekið til Rómarborgar.  Ekki voru margir rómverskir riddarar á sveimi þar en íslenskir, þýskir, slóvenskir og norskir kennarar með nemendur hittust vegna Comeniusarverkefnisins „Litir“.  Gerður var mjög góður rómur af verki íslensku nemendanna sem lögðu hönd á plóg. Ingólfur Tryggvi Elíasson 10.bekk og Sólveig María Árnadóttir úr 9.bekk fóru fyrir hönd nemenda skólans og kynntu þau verk sem skólinn lagði til.  Þau stóðu sig mjög vel og voru til fyrirmyndar í öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur.  Bibbi og Hrönn fóru fyrir hönd kennara og lögðu þar drög að framhaldi verkefnisins.  Næst liggur fyrir að fara til Noregs í byrjun febrúar og í lok apríl munu nemendur og kennarar frá þessum löndum sækja okkur heim.   Í Róm var ýmislegt skoðað og það sem bar hæst var Vatíkanið með öllu því sem þar bar fyrir sjónir og Colesseum (hringleikahúsið) þar sem menn öttu kappi við ljón til forna.  Ljónin voru því miður ekki á staðnum þannig að norrænir víkingar gátu ekki tekist á við þau að þessu sinni.  Það bíður betri tíma.    Ferðin tókst í alla staði mjög vel og verður okkur ferðalöngunum minnistæð þangað til við gleymum henni.   Bibbi

Í síðustu viku var farin ferð á vegum skólans til Ítalíu, nánar tiltekið til Rómarborgar.  Ekki voru margir rómverskir riddarar á sveimi þar en íslenskir, þýskir, slóvenskir og norskir kennarar með nemendur hittust vegna Comeniusarverkefnisins „Litir“.  Gerður var mjög góður rómur af verki íslensku nemendanna sem lögðu hönd á plóg.

Ingólfur Tryggvi Elíasson 10.bekk og Sólveig María Árnadóttir úr 9.bekk fóru fyrir hönd nemenda skólans og kynntu þau verk sem skólinn lagði til.  Þau stóðu sig mjög vel og voru til fyrirmyndar í öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur. 

Bibbi og Hrönn fóru fyrir hönd kennara og lögðu þar drög að framhaldi verkefnisins.  Næst liggur fyrir að fara til Noregs í byrjun febrúar og í lok apríl munu nemendur og kennarar frá þessum löndum sækja okkur heim. 

 Í Róm var ýmislegt skoðað og það sem bar hæst var Vatíkanið með öllu því sem þar bar fyrir sjónir og Colesseum (hringleikahúsið) þar sem menn öttu kappi við ljón til forna.  Ljónin voru því miður ekki á staðnum þannig að norrænir víkingar gátu ekki tekist á við þau að þessu sinni.  Það bíður betri tíma.  

 Ferðin tókst í alla staði mjög vel og verður okkur ferðalöngunum minnistæð þangað til við gleymum henni.

 
Bibbi