Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra, verða afhent í 15. sinn við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu þriðjudaginn 1. júní kl. 15:00.
Heimili og skóli – landssamtök foreldra óska eftir tilnefningum til Foreldraverðlauna 2010 frá einstaklingum, félögum eða hópum sem vilja vekja athygli á vel unnum verkefnum, sem stuðla að eflingu skólastarfs og jákvæðu samstarfi heimila, skóla og samfélagsins.
Með afhendingu verðlaunanna er vakin athygli á því gróskumikla starfi sem fer fram innan leik- grunn- og framhaldsskóla og þeim mörgu verkefnum sem stuðla að öflugu og jákvæðu samstarfi heimila, skóla og samfélagsins.
Fólk er hvatt til að láta málið til sín taka og líta eftir verðugum verkefnum í sínu nærumhverfi.
Tilnefningar sendist á rafrænan hátt með því að fylla út eyðublað á heimasíðu Heimilis og skóla www.heimiliogskoli.is. Síðasti skiladagur tilnefninga er mánudagurinn 10. maí.
Nánari upplýsingar um Foreldraverðlaunin er að finna á heimasíðu samtakanna www.heimiliogskoli.is. Einnig eru veittar upplýsingar á skrifstofu samtakanna í síma 562 7475.