Í morgun var haldin rýmingaræfing í skólanum í tengslum við að Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna opnaði eldvarnarátak sitt í Síðuskóla. Eldvarnarátak þetta miðar við að fara í alla grunnskóla á landinu og tala við 3. bekkinga um eldvarnir á heimilum og er þetta í fyrsta sinn sem það er opnað utan höfuðborgarsvæðisins. Áður en æfingin hófst var myndin um Loga og Glóð sýnd og voru umræður á eftir. Í framhaldinu var skólinn rýmdur og var í fyrsta sinn notaður gervieldur til að hafa aðstæður sem raunverulegastar. Að æfingu lokinni fengu starfsmenn að reyna sig við að slökkva eld og nemendur skoðuðu bíla slökkviliðsins. Æfingin heppnaðist mjög vel og hér má sjá myndir frá henni.