Norræni loftslagsdagurinn 2010

Nemendur og margir kennarar í Síðuskóla héldu upp á Norræna loftslagsdaginn þann 11. nóvember, eins og margir aðrir skólar á Norðurlöndum, með því að fjalla um loftslagsmál og taka þátt í spurningaleikjum. Þetta er annað árið í röð sem þessi dagur er valinn sérstaklega og er markmið hans að auka þekkingu nemenda á loftslagsmálum og virkja börn og ungmenni til þátttöku í aðgerðum í loftslagsmálum sem og að efla samstarf milli kennara á Norðurlöndum. Dagurinn er sameiginlegt verkefni allra norrænu menntamálaráðherranna. Í ár var dagurinn í samvinnu við norrænt tungumálaátak og gafst nemendum tækifæri á að taka þátt í samnorrænni keppni sem að hluta til var unnin á dönsku, sænsku eða norsku. Slóðin inn á keppnina var www.klimanorden.org en auk þess að taka þátt í þeirri keppni þá voru nemendur hvattir til að skila svörum sínum líka skriflega (á sérstökum skráningablöðum) og fengu þeir spurningarnar og svarmöguleikana þýdda á íslensku. Í morgun voru nemendur síðan kallaðir á sal og rétt svör skoðuð á sýningartjaldi. Í framhaldi af því voru nöfn þeirra nemenda sem svöruðu öllum spurningum rétt sett í skál og dregin út fjögur nöfn (tveir nemendur úr yngri deild og tveir úr þeirri eldri). Alls voru það 12 nemendur í 3. - 6. bekk sem svöruðu öllu rétt og 53 nemendur í 7. - 10. bekk. Það voru Hákon Karl Sölvason í 3. MB, Jóna Guðný Pálsdóttir í 5. SEB, Andri Páll Helgason í 7. KJK2 og Kjartan Atli Ísleifsson í 8. bekk sem höfðu heppnina með sér og fengu þau öll gjöf frá skólanum. Við óskum þeim til hamingju með árangurinn.   

Nemendur og margir kennarar í Síðuskóla héldu upp á Norræna loftslagsdaginn þann 11. nóvember, eins og margir aðrir skólar á Norðurlöndum, með því að fjalla um loftslagsmál og taka þátt í spurningaleikjum. Þetta er annað árið í röð sem þessi dagur er valinn sérstaklega og er markmið hans að auka þekkingu nemenda á loftslagsmálum og virkja börn og ungmenni til þátttöku í aðgerðum í loftslagsmálum sem og að efla samstarf milli kennara á Norðurlöndum. Dagurinn er sameiginlegt verkefni allra norrænu menntamálaráðherranna.

Í ár var dagurinn í samvinnu við norrænt tungumálaátak og gafst nemendum tækifæri á að taka þátt í samnorrænni keppni sem að hluta til var unnin á dönsku, sænsku eða norsku. Slóðin inn á keppnina var www.klimanorden.org en auk þess að taka þátt í þeirri keppni þá voru nemendur hvattir til að skila svörum sínum líka skriflega (á sérstökum skráningablöðum) og fengu þeir spurningarnar og svarmöguleikana þýdda á íslensku.

Í morgun voru nemendur síðan kallaðir á sal og rétt svör skoðuð á sýningartjaldi. Í framhaldi af því voru nöfn þeirra nemenda sem svöruðu öllum spurningum rétt sett í skál og dregin út fjögur nöfn (tveir nemendur úr yngri deild og tveir úr þeirri eldri). Alls voru það 12 nemendur í 3. - 6. bekk sem svöruðu öllu rétt og 53 nemendur í 7. - 10. bekk. Það voru Hákon Karl Sölvason í 3. MB, Jóna Guðný Pálsdóttir í 5. SEB, Andri Páll Helgason í 7. KJK2 og Kjartan Atli Ísleifsson í 8. bekk sem höfðu heppnina með sér og fengu þau öll gjöf frá skólanum. Við óskum þeim til hamingju með árangurinn.