Nemendur úr Síðuskóla standa sig vel á ýmsum sviðum. Það er gaman að segja frá Lilju Rún í 9. bekk sem hefur staðið sig mjög vel í sundinu.
Lilja Rún hefur æft sund síðan hún var 9 ára. Í vetur hefur hún tekið þátt í landsliðsverkefnum
ÍF sem ungur og efnilegur sundmaður. Hún fer ásamt 3 öðrum suður 3-4 sinnum yfir veturinn til að fara í æfingabúðir með
landsliðinu ásamt því að sitja fyrirlestra um ýmislegt uppbyggilegt.
Þessu fylgir einnig að taka þátt í sem flestum sundkeppnum. Hún var stigahæsta sundkona fatlaðra á uppskeruhátið
Óðins sem var haldin var í janúar s.l.
Haustið 2010 keppti Lilja Rún á Íslandsmeistaramóti
í 25 m laug og uppskar Íslandsmeistaratitil, 1 gull, 2 silfur og 1 brons. Í janúar keppti hún á Reykjavík International Games og vann
þar 2 silfur og 2 brons. Nýlega var keppni á Íslandsmeistaramóti í 50 m laug, þar nældi Lilja Rún í 1 gull, 2 silfur og 4
brons.
Í ágúst á þessu ári fer Lilja Rún til Finnlands til að keppa á Norrænu barna og
unglingamóti og óskum við henni góðs gengis þar og í áframhaldandi keppni í sundinu.