Náttúrufræðingur Síðuskóla

Þau sem hlutu viðurkenningu ásamt sigurvegara
Þau sem hlutu viðurkenningu ásamt sigurvegara
Á umhverfisdeginum að hausti er keppt um titilinn Náttúrufræðingur Síðuskóla. Keppnin fer þannig fram að nemendur sjá myndir af fuglum, plöntum og landslagi eða stöðum á Íslandi...
Á umhverfisdeginum að hausti er keppt um titilinn Náttúrufræðingur Síðuskóla. Keppnin fer þannig fram að nemendur sjá myndir af fuglum, plöntum og landslagi eða stöðum á Íslandi...

Á umhverfisdeginum að hausti er keppt um titilinn Náttúrufræðingur Síðuskóla. Keppnin fer þannig fram að nemendur sjá myndir af fuglum, plöntum og landslagi eða stöðum á Íslandi og þurfa að þekkja það sem er á myndunum. Sá sem hefur flest rétt svör vinnur.

Að þessu sinni fengu Rubina Singh í 5 bekk, Rakel Baldvinsdóttir í 6. bekk og Sæbjörn Þór Þórbergsson í 9. bekk viðurkenningu fyrir góða frammistöðu. Elín Erla Káradóttir í 9. bekk vann hins vegar þriðja árið í röð titilinn Náttúrufræðingur Síðuskóla. Nöfn sigurvegara eru brennd í skjöld sem hangir uppi á sal skólans.

Við óskum Elínu Erlu til hamingju.