Microbit smátölvur í 6. og 7. bekk

Verkefni er hafið í skólanum sem heitir  Kóðinn 1.0 og snýst um að kynna grunnatriði forritunar fyrir nemendum í 6. og 7. bekk. Það fá allir nemendur afhenta smátölvu (microbit) sem þeir geta forritað og leikið sér með.  Um er að ræða samstarfsverkefni grunnskóla í landinu og mennta- og menningarmálaráðuneytis, Samtaka iðnaðarins ásamt fyrirtækjum í tæknigeiranum.  Hægt er að finna upplýsingar um verkefnið á KrakkaRÚV, www.krakkaruv.is . Þegar 6. bekkur fékk sínar smátölvur afhentar vöktu þær mikinn áhuga, sumir höfðu heyrt af verkefninu aðrir vissu ekkert hvað þetta var. Þessar myndir, sem hér má sjá, voru teknar þegar þau fengu þær í hendur. Það fá síðan allir 6.bekkingar að taka sína smátölvu með heim eftir tvær kennslustundir í skólanum.

Verkefni er hafið í skólanum sem heitir  Kóðinn 1.0 og snýst um að kynna grunnatriði forritunar fyrir nemendum í 6. og 7. bekk. Það fá allir nemendur afhenta smátölvu (microbit) sem þeir geta forritað og leikið sér með.  Um er að ræða samstarfsverkefni grunnskóla í landinu og mennta- og menningarmálaráðuneytis, Samtaka iðnaðarins ásamt fyrirtækjum í tæknigeiranum.  Hægt er að finna upplýsingar um verkefnið á KrakkaRÚV, www.krakkaruv.is . Þegar 6. bekkur fékk sínar smátölvur afhentar vöktu þær mikinn áhuga, sumir höfðu heyrt af verkefninu aðrir vissu ekkert hvað þetta var. Þessar myndir, sem hér má sjá, voru teknar þegar þau fengu þær í hendur. Það fá síðan allir 6.bekkingar að taka sína smátölvu með heim eftir tvær kennslustundir í skólanum.