Lús í skólum Akureyrar og nágrennis

Mikið hefur verið um lús í skólum Akureyrar og nágrennis í vetur og virðist í mörgum tilfellum ganga mjög illa að ráða niðurlögum hennar.  Það er því mjög mikilvægt að allir fylgist vel með og séu duglegir að kemba reglulega yfir allan veturinn þrátt fyrir að það sé ekki endilega tilkynnt um lús í viðkomandi skóla á þeim tíma. Stærstu lýsnar eru þær sem sjást best í hárinu en þær allra minnstu grafa sig ofan í rótina og hársvörðinn. Það þarf því að rýna vel til þess að sjá þær. Þeim er erfitt að ná með kambinum einum saman og dugir þá jafnvel ekkert annað en að plokka þær úr með fingrunum. Ekki finna allir fyrir kláða eða óþægindum þótt lúsin sé til staðar. Það getur því vel verið lús í hárinu þó að enginn kláði sé til staðar. Ef lús finnst þá er alveg nauðsynlegt að tilkynna það í skólann svo að hægt sé að bregðast við og leita sérstaklega í bekk barnsins og hjá börnum á sama gangi skólans.  Þegar lús finnst þarf líka alltaf meðhöndlun með lúsasjampói og gott að barnið sé heima einn dag eftir meðferð og sé svo með buff nokkra daga á eftir.

Mikið hefur verið um lús í skólum Akureyrar og nágrennis í vetur og virðist í mörgum tilfellum ganga mjög illa að ráða niðurlögum hennar.  Það er því mjög mikilvægt að allir fylgist vel með og séu duglegir að kemba reglulega yfir allan veturinn þrátt fyrir að það sé ekki endilega tilkynnt um lús í viðkomandi skóla á þeim tíma.

Stærstu lýsnar eru þær sem sjást best í hárinu en þær allra minnstu grafa sig ofan í rótina og hársvörðinn. Það þarf því að rýna vel til þess að sjá þær. Þeim er erfitt að ná með kambinum einum saman og dugir þá jafnvel ekkert annað en að plokka þær úr með fingrunum. Ekki finna allir fyrir kláða eða óþægindum þótt lúsin sé til staðar. Það getur því vel verið lús í hárinu þó að enginn kláði sé til staðar.

Ef lús finnst þá er alveg nauðsynlegt að tilkynna það í skólann svo að hægt sé að bregðast við og leita sérstaklega í bekk barnsins og hjá börnum á sama gangi skólans.  Þegar lús finnst þarf líka alltaf meðhöndlun með lúsasjampói og gott að barnið sé heima einn dag eftir meðferð og sé svo með buff nokkra daga á eftir.