Lestrarkeppni í 4. og 5. bekk

Lestrarkeppni 4. og 5. bekkja 2014 Nú er lestrarkeppninni milli 4. og 5. bekkja lokið en hún stóð yfir í tvær og hálfa viku eða frá 24. mars til 9. apríl. Alls lásu nemendur hvorki meira né minna en 35.443 blaðsíður eða að meðaltali 521 bls. á mann. Viðurkenningu fyrir mjög góðan árangur í 5. bekk fékk Halldór Birgir Eydal og viðurkenningu fyrir mikinn dugnað í 5. bekk fékk Jóhann Ingi Gunnarsson. Lestrarhestar og þeir sem sýndu mestar framfarir fá í verðlaun bókina Ferðahandbók fjölskyldunnar sem Mál og menning gefur út. Þetta er sérstaklega skemmtileg og fróðleg bók til að hafa með sér í ferðalagið og bendir manni á marga spennandi staði fyrir börn til að skoða og upplifa. Lestrarhestar í 4. bekk eru: B. Írena Sunna Björnsdóttir og Kristlaug Eva Wium Elíasdóttir. Mikla eljusemi og mjög góðan árangur í 4. bekk sýndu Ísafold Kelley og Telma Þorvaldsdóttir  Lestrarhestur í 5. bekk HL er Tryggvi Snær Hólmgrímsson og mestar framfarir sýndi Jóhann Sverrir Elfarsson.  Lestrarhestur í 5. bekk SEB er Sóley Gunnarsdóttir og mestar mestar framfarir sýndi Tinna Huld Sigurðardóttir. Og hvort var það svo 4. eða 5. bekkur sem vann þessa keppni???? Það var mjög mjótt á mununum en þegar öll atkvæði höfðu verið talin kom í ljós að........það var 4. bekkur, en þau lásu hvorki meira né minna en  19.163 blaðsíður samtals. Myndir af þessum lestrarsnillingum.
Lestrarkeppni 4. og 5. bekkja 2014

Nú er lestrarkeppninni milli 4. og 5. bekkja lokið en hún stóð yfir í tvær og hálfa viku eða frá 24. mars til 9. apríl. Alls lásu nemendur hvorki meira né minna en 35.443 blaðsíður eða að meðaltali 521 bls. á mann.

Viðurkenningu fyrir mjög góðan árangur í 5. bekk fékk Halldór Birgir Eydal og viðurkenningu fyrir mikinn dugnað í 5. bekk fékk Jóhann Ingi Gunnarsson.

Lestrarhestar og þeir sem sýndu mestar framfarir fá í verðlaun bókina Ferðahandbók fjölskyldunnar sem Mál og menning gefur út. Þetta er sérstaklega skemmtileg og fróðleg bók til að hafa með sér í ferðalagið og bendir manni á marga spennandi staði fyrir börn til að skoða og upplifa.

Lestrarhestar í 4. bekk eru: B. Írena Sunna Björnsdóttir og Kristlaug Eva Wium Elíasdóttir. Mikla eljusemi og mjög góðan árangur í 4. bekk sýndu Ísafold Kelley og Telma Þorvaldsdóttir 

Lestrarhestur í 5. bekk HL er Tryggvi Snær Hólmgrímsson og mestar framfarir sýndi Jóhann Sverrir Elfarsson.  Lestrarhestur í 5. bekk SEB er Sóley Gunnarsdóttir og mestar mestar framfarir sýndi Tinna Huld Sigurðardóttir.

Og hvort var það svo 4. eða 5. bekkur sem vann þessa keppni???? Það var mjög mjótt á mununum en þegar öll atkvæði höfðu verið talin kom í ljós að........það var 4. bekkur, en þau lásu hvorki meira né minna en  19.163 blaðsíður samtals.

Myndir af þessum lestrarsnillingum.