Í morgun fengum við góða gesti en Lalli töframaður kom og skemmti nemendum í 5.-7. bekk á sal. Heimsóknin var hluti af verkefninu List fyrir alla sem er m.a. ætlað að miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag.