Í ár munu nemendur í 7. bekk og starfsmenn Síðuskóla gefa 21 kassa í verkefnið ,,Jól í skókassa“ sem við erum þátttakendur í. Nemendur unnu tvö og þrjú saman og keyptu í kassana ásamt því að koma með dót að heiman. Ákveðnir hlutir þurfa að vera í hverjum kassa, tannbursti, tannkrem, sápa, þvottapoki, sælgæti, ritföng ásamt leikfangi og fatnaði.
Nemendur pökkuðu skókössunum í jólapappír og settu svo dótið ofan í. Kassarnir voru að þessu sinni sóttir í skólann og fengu krakkarnir smá fræðslu um verkefnið, til viðbótar við það sem þau vissu fyrir. Skókassarnir fara til Úkraníu. Börn sem minna mega sín fá einn kassa hver. Oft er þetta eina jólagjöfin sem þau fá og því er gleðin mikil þegar kassarnir koma.
Takk allir sem tóku þátt í verkefninu.