Síðuskóli hefur tekið þátt í verkefninu Jól í skókassa undanfarin ár. Það eru nemendur í 7. bekk sem pakka inn tómum skókössum og raða gjöfum í þá. Kassarnir eru síðan sendir til barna í Úkraínu. Í hverjum kassa er tannbursti, tannkrem, sápa, þvottapoki, ritföng, fatnaður, dót, nammi og 1000 kr til að greiða sendingarkostnað. Að þessu sinni fóru 18 kassar frá okkur. Kærar þakkir til nemenda og starfsmanna sem lögðu verkefninu lið.
Nemendur máluðu gjafapoka í myndmennt undir sælgæti, saumuðu þvottapoka í textílmennt og eins voru saumuð pennaveski sem fóru í kassana. Í dag var farið með kassana í Sunnuhlíð þar sem nemendur og kennarar fengu frekari fræðslu um verkefnið frá KFUM/K. Hér má sjá myndir.