Síðustu ár hefur farið fram hurðaskreytingakeppni í Síðuskóla. Úrslit liggja fyrir þetta skólaárið, val dómnefndar var erfitt og hefði hún viljað veita fleiri verðlaun.
Sigurvegari keppninnar í ár er 3. bekkur. Verkið sýnir mikið hugmyndaflug, það er samþætt við margar námsgreinar og þar er að finna mikla natni í útfærslu.
Það er virkilega skemmtilegt að fara um skólann og sjá allar skreytingarnar og lífgar svo sannarlega upp svartasta skammdegið.
Hér eru myndir af öllum hurðunum.