Þrjár stúlkur í 10. bekk, þær Álfhildur, Elísabet og Klaudia, tóku þátt í hönnunarverkefni sem nefnist Tannhjólið. Um er að ræða skapandi ferli þar sem nemendur þjálfast í að nýta sér aðferðir hönnunarhugsunar við tilraunir til að skapa vöru sem gæti þjónað tilgangi í samfélaginu og verið nýtileg. Nemendur verða í ferlinu rannsakendur, hönnuðir, uppfinningamenn og framleiðendur sinnar eigin vöru ásamt því að vera seljendur. Miðað er við að leita grænna leiða og að efniviður sé endurunninn.
Hér má sjá myndir af afrakstrinum en um er að ræða ilmkerti og sápur. Hér má sjá myndir af afrakstrinum.