Þann 9. mars sl. kom Elín Skarphéðinsdóttir með geitung í skólann sem hún hafið séð á pallinum heima hjá
sér. Þótti henni að vonum sem geitungurinn væri óvenju snemma á ferðinni. Var haft sambandi við Erling Ólafsson,
skordýrafræðing, sem vildi endilega fá dýrið sent til nánari skoðunar. Var það sent til
Náttúrufræðistofnunar Íslands ásamt stórri bjöllu sem barst hingað með mandarínum í desember og menn héldu
jafnvel vera kakkalakka. Kom í ljós að geitungurinn var holugeitungur en hingað til hafa eingöngu trjágeitungar fundist á Akureyri. Þetta eru
því þáttaskil í útbreiðslu tegundarinnar því til þessa hefur hún ekki gundist með vissu norðar en í Kjós.
Sem sagt, afar áhugavert en kannski ekki mjög spennandi fyrir norðanmenn sem engan sérstakan áhuga hafa á velferð og framgangi geitunga.
Um þessa tegund má lesa hér http://www.ni.is/poddur/gardur/poddur/nr/1056
Bjallan, sem margir nemendur hafa skoðað, reyndist vera varmasmiður sem er algengur víða erlendis og hefur numið hér land. Um hann má lesa hér.http://www.ni.is/poddur/gardur/poddur/nr/1147