Samstarf Síðuskóla við leikskólana í hverfinu hefur alltaf
verið skemmtilegt og fjölbreytt. Hluti af því samstarfi er að á hverju ári koma
nemendur úr elsta árgangi leikskólans í heimsókn í skólann. Þetta skólaárið var
engin undantekning á því. Við erum búin að taka á móti þremur hópum af
Hulduheimum/Seli og Krógabóli. Nemendur hafa gengið hring í skólanum í fylgd
deildarstjóra og endað svo heimsóknina á því að fara í kennslutund hjá 1. bekk
sem ávallt hefur vakið mikla lukku. Í gær tókum við á móti síðasta hópnum og þá
voru þessar myndir teknar, sem sjá má hér, en þá föndruðu 1. bekkingar páskaegg
með gestunum af Krógabóli.
Samstarf Síðuskóla við leikskólana í hverfinu hefur alltaf
verið skemmtilegt og fjölbreytt. Hluti af því samstarfi er að á hverju ári koma
nemendur úr elsta árgangi leikskólans í heimsókn í skólann. Þetta skólaárið var
engin undantekning á því. Við erum búin að taka á móti þremur hópum af
Hulduheimum/Seli og Krógabóli. Nemendur hafa gengið hring í skólanum í fylgd
deildarstjóra og endað svo heimsóknina á því að fara í kennslutund hjá 1. bekk
sem ávallt hefur vakið mikla lukku. Í gær tókum við á móti síðasta hópnum og þá
voru þessar myndir teknar, sem sjá má hér, en þá föndruðu 1. bekkingar páskaegg
með gestunum af Krógabóli.