Síðuskóli er í Comeniusarsamstarfi við skóla í Englandi, Þýskalandi, Frakklandi og á Spáni og komu kennarar og nemendur þessara skóla í heimsókn hingað í síðustu viku.
Unnið var með þemað ,,sjálfbær borg" Nemendur unnu að því í vikunni að hanna borg sem væri sem mest sjálfbær og skipulögðu þeir borgina með hliðsjón af stjórnmálum, mannvirkjum, orkumálum, samgöngum, skólamálum og fleiru sem þeir töldu að sjálfbær borg ætti að hafa yfir að ráða.
Nemendur og kennarar gerðu sér margt til dægrarstyttingar og fóru þeir bæði í innanbæjartúr um söfn - Minjasafnið og Iðnaðarsafnið og skoðuðu áhugaverða staði - Lögmannshlíðarkirkja og Jólahúsið ásamt því að fara í heimsókn til bæjarstjórans. Einnig var farin dagsferð með íslenskum nemendum í Mývatnssveit þar sem farið var á hestbak, í Dimmuborgir, Kröflu og jarðböðin.
Á fimmtudegi og föstudegi 27. og 28. sept voru gestirnir kvaddir með tárum.