Guðrún náttúrufræðingur skólans annað árið í röð

Náttúrufræðingur Síðuskóla 2010-2011
Náttúrufræðingur Síðuskóla 2010-2011
Allir nemendur og starfsmenn skólans komu saman á sal í morgun þar sem úrslit keppninnar um sæmdarheitið náttúrufræðingur Síðuskóla voru tilkynnt. Keppnin fólst í því að nemendur áttu að greina 15 myndir sem birtust á tjaldi ein og ein í senn, 5 af fuglum, 5 af plöntum og 5 landslagsmyndir af þekktum stöðum á Íslandi. Guðrún Baldvinsdóttir nemandi í 10. bekk gerði sér lítið fyrir og sigraði keppnina annað árið í röð. Í 2. -3. sæti voru jöfn þau Kjartan Atli Ísleifsson 8. bekk og Fanney Rún Stefánsdóttir 4. bekk en fast á hæla þeirra í 4. sæti varð Sóley Gunnarsdóttir nemandi í 2. bekk. Þau fengu öll viðurkenningarspjald frá skólanum og mikið klapp frá skólasystkinum. Þetta var hin ánægjulegast stund þar sem endað var á því að syngja skólasönginn. Við óskum þeim öllum hjartanlega til hamingju með mjög góðan árangur  þar sem keppnin er ekki auðveld og sömu myndir eru lagðar fyrir alla nemendur. Þeir fuglar sem bera þurfti kennsl á voru snæugla, steindepill, þúfutittlingur, langvía (hringvía) og lóuþræll. Plönturnar voru jakobsfífill, holurt, hrútaberjalyng, hrafnafífa og týsfjóla. Landslagsmyndirnar voru af Eldey, Sauðárkróki, Glym, Hvannadalshnjúk og Mývatni. Fleiri myndir hér.
Allir nemendur og starfsmenn skólans komu saman á sal í morgun þar sem úrslit keppninnar um sæmdarheitið náttúrufræðingur Síðuskóla voru tilkynnt. Keppnin fólst í því að nemendur áttu að greina 15 myndir sem birtust á tjaldi ein og ein í senn, 5 af fuglum, 5 af plöntum og 5 landslagsmyndir af þekktum stöðum á Íslandi. Guðrún Baldvinsdóttir nemandi í 10. bekk gerði sér lítið fyrir og sigraði keppnina annað árið í röð. Í 2. -3. sæti voru jöfn þau Kjartan Atli Ísleifsson 8. bekk og Fanney Rún Stefánsdóttir 4. bekk en fast á hæla þeirra í 4. sæti varð Sóley Gunnarsdóttir nemandi í 2. bekk. Þau fengu öll viðurkenningarspjald frá skólanum og mikið klapp frá skólasystkinum. Þetta var hin ánægjulegast stund þar sem endað var á því að syngja skólasönginn.
Við óskum þeim öllum hjartanlega til hamingju með mjög góðan árangur  þar sem keppnin er ekki auðveld og sömu myndir eru lagðar fyrir alla nemendur. Þeir fuglar sem bera þurfti kennsl á voru snæugla, steindepill, þúfutittlingur, langvía (hringvía) og lóuþræll. Plönturnar voru jakobsfífill, holurt, hrútaberjalyng, hrafnafífa og týsfjóla. Landslagsmyndirnar voru af Eldey, Sauðárkróki, Glym, Hvannadalshnjúk og Mývatni.


Fleiri myndir hér.