Laugardaginn 23. maí kom fyrsti útskriftarárgangur Síðuskóla í heimsókn í tilefni þess að nú eru 20 ár síðan hópurinn lauk grunnskólaprófi. Mætingin var góð og komu 20 af 23 sem í hópnum voru. Einnig mætti Ragnhildur Skjaldardóttir sem var umsjónarkennari þeirra í þrjú ár en Ragnhildur var aðstoðarskólastjóri í mörg ár og skólastjóri í afleysingum. Árgangurinn var búinn að vera í ýmsum skólum á Akureyri en þrjú síðustu árin var hann í Síðuskóla og alltaf elstu nemendurnir meðan þau voru hér.
Í tilefni afmælisins færði hann Síðuskóla málverk að gjöf sem ein úr hópnum, Guðrún Vaka (GVAKA, listamannsnafn) málaði af skólanum.
Smelltu á lesa meira til að sjá mynd af málverkinu.
Rúna Kristín, Ólafur og Guðrún Vaka