Barnamenningarhátíð á Akureyri fer fram þessa dagana og liður í henni er Góðgerðar- og menningarkaffihús sem 5. bekkur Síðuskóla hélt í dag. Þar seldu nemendur muni sem þeir hafa búið til undanfarnar vikur ásamt því að flytja tónlistar- og dansatriði. Á kaffihúsinu var boðið upp á veitingar sem nemendur bjuggu sjálfir til. Stórgóð mæting var og nánast fullt út úr dyrum. Nemendur munu á næstunni fara í heimsókn á Barnadeild SAK og færa þeim ágóðann.
Við erum stolt af okkar fólki, bæði nemendum og starfsfólki. Við þökkum foreldrum fyrir þeirra aðstoð og öllum gestum kærlega fyrir komuna og stuðninginn!