Síðuskóli er þátttakandi í e-Twinning samfélaginu sem Evrópusambandið setti á laggirnar árið 2005. Síðuskóli hefur tekið þátt frá árinu 2006 og hefur verið með nokkur verkefni í gangi á hverju ári.
eTwinning verkefnið ICT4U hefur verið valið sem eitt af 10 bestu samstarfsverkefnum í Evrópu. Síðuskóli er einn af þeim skólum sem standa að þessu verkefni og er í samstarfi við skóla í Belgíu, Grikklandi, Ungverjalandi og á Spáni. Einnig koma aðrir skólar að þessu verkefni á netinu.
Verkefnið snýst um að finna forrit á netinu og nota þau í kennslu. Nemendur tileinka sér ákveðin forrit og reyna að finna ákveðnar námsgreinar sem forritið gæti virkað í sem kennslugagn eða verkfæri til að ná á annan hátt til nemenda í nútíma skóla.
Ýmis verkfæri hafa verið prófuð s.s. animoto, facebook, googledocs, screencast og fleiri.
Verkefnið er mjög skemmtilegt og fjölbreytilegt.